ÍSLE1FT04 - Íslenska með áherslu á lestur, framsögn og tjáningu
Lestur og tjáning
Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Nemendur þurfa að ráða yfir einhverri/nokkurri lestrargetu.
Þrep: 1
Forkröfur: Nemendur þurfa að ráða yfir einhverri/nokkurri lestrargetu.
Unnið er markvisst að lestrarþjálfun af bókum, dagblöðum og tímaritum Nemendur lesa sögur, ljóð fréttir og blaðagreinar. Þjálfunin miðast við að nemendur reyni að segja skipulega frá því sem þeir lesa, greina aðalatriði og bæti framsögn. Einnig að tjá persónulegt álit sitt og hugrenningar um viðfangsefnin.
Þekkingarviðmið
- mismunandi gerðum af texta
- uppbyggingu texta í mismunandi ritunarformi
- mikilvægi tjáningar í daglegu lífi
Leikniviðmið
- lesa sér til gagns og greina aðalatrið frá aukaatriðum
- tjá sig munnlega um innihald texta
- nýta sér og/eða tileinka sér nýjan orðaforða
Hæfnisviðmið
- nýta sér prentmiðla til gagns og gleði
- spyrja spurninga og ígrunda mismunandi sjónarmið af víðsýni
- láta skoðanir sínar í ljós og rökstyðja þær
- eflast og auka sjálfstraust sitt