Fara í efni

FÉLÆ1TÚ02 - Fjármálalæsi með áherslu á neytendavitund

neytendavitund, peningar, tekjur og útgjöld, verðgildi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á fjármálalæsi í víðu samhengi þannig að nemandinn verði læs á fjármála- og neytendaumræðu í samfélaginu. Farið verður yfir helstu persónulegu útgjöld í lífi ungs fólks, heimilisbókhald, verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi, verslun á neti og gildi þess að halda utan um eigin fjármál.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi réttinda og skyldna neytenda
  • mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur
  • helstu fjármálahugtökum
  • einföldun fjármálum daglegs lífs
  • markaðssetningu á vörum og þjónustu m.a. í afþreyingarmiðlum
  • verðgildi peninga

Leikniviðmið

  • halda utan um eigin neyslu og kostnað
  • afla sér fjármálatengdra upplýsinga sem nýtast í daglegu lífi
  • byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
  • lesa auglýsingar og vera meðvitaður um áhrif markaðsvæðingar
  • færa einfalt heimilsbókhald
  • reikna gengi gjaldmiðla

Hæfnisviðmið

  • halda utan um eingin fjármál með eða án aðstoðar
  • átta sig á tengingunni milli réttinda og skyldna
  • skilja samhengi tekna og útgjalda
  • standa við skuldbindingar sínar og forðast vanskil
  • gera verðsamanburð
  • sýna ábyrgð í fjármálum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?