STÆF1HI02 - Stærðfræði með áherslu á heimilisinnkaup
innkaup, peningar, verðmiðar, „kassakvittanir“ og innkaupalistar
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðamiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Þekkingarviðmið
- hvernig heimilisinnkaup fara fram
- gildi peninga
- fjölbreytileika verslana
- mikilvægi innkaupalista
Leikniviðmið
- nýta sér innkaupalista
- nota peninga eða kort
- lesa á verðmiða
- fara í mismunandi verslanir
Hæfnisviðmið
- versla inn fyrir heimili
- gera verðsamanburð