BÍLP1BÓ01 - Bílprófsundirbúningur - Bóklegur
Mannlegur þáttur ökunáms, bíllinn og umhirða hans, umferðarmerki, umferðarreglur, umferðin og vegfarendur
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Áfanginn miðast við að nemendur geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða góður ökumaður. Nemendur vinna með samskonar námsefni og þeir sem eru í ökunámi. Unnið verður með efnið á sem fjölbreyttastan hátt. Nemendur fylgjast með glærum, námsefni á neti, fyrirlestrum og vinna fjölbreytt verkefni út frá því.
Þekkingarviðmið
- skyldum og réttindum ökumanna og vegfarenda almennt
- umferðarmerkjum, umferðarreglum og umferðarlögum
- þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera góður ökumaður
- hversu mikil áhrif ökumenn geta haft í umferðinni
- ástandi bílsins og hvernig mismunandi hlutar bílsins starfa
- umburðarlyndi, tillitssemi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í umferðinni
- að akstur krefst fullrar athygli allan tímann og að ökumaður sé ávallt viðbúinn
- almennri skyndihjálp
Leikniviðmið
- þekkja skyldur sínar og réttindi í umferðinni
- gera sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að verða ökumaður
- þekkja umferðarmerkin og hvað þau þýða hverju sinni
- segja til um hvað umferðarreglur og umferðarlög merkja
- meta hættur í umferðinni og hvað á að gera þegar slys verða
- skilja leiðbeiningar frá umferðarmerkingum og merkingum lögreglunnar
- efla sjálfsmynd sína sem athugull, umburðarlyndur og tillitsamur vegfarandi
- þekkja merkin þegar bíllinn þarfnast einhvers viðhalds
Hæfnisviðmið
- verða virkur og sjálfstæður ökumaður og ábyrgur í umferðinni
- geta uppfyllt skyldur sínar og réttindi í umferðinni
- meta hættur í umferðinni á réttan hátt
- bregðast við á réttan hátt komi hann á slysavettvang
- geta nýtt sér umferðarmerki, umferðarreglur og umferðarlög
- eiga góð samskipti við aðra í umferðinni
- geta tekið upplýstar ákvarðanir varðandi umferðina