NÁLÆ1LÍ02 - Náttúrulæsi 2
Umhverfi, dýr, erfðir, menn, plöntur
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: NÁLÆ1UA02
Þrep: 1
Forkröfur: NÁLÆ1UA02
Áhersla er á að nemendur auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu og hvernig samspil manns og náttúru birtist okkur í daglegu lífi. Nemendur eiga að þjálfast í að nota upplýsingar á gagnrýninn hátt. Nemendur skulu kynnast grunnþáttum og hugtökum náttúruvísindagreina. Þeir eiga þroska með sér vitund á vistkerfum, áhrifum erfða á manninn og hvaða áhrif maðurinn hefur á þróun dýra og plantna.
Þekkingarviðmið
- nánasta umhverfi sínu
- áhrifum mannsins á náttúruna
- helstu hugtökum náttúruvísinda
- mikilvægi sjálfbærni í samfélagi sínu
- helstu tegundum dýra og plantna
Leikniviðmið
- afla sér upplýsinga um umhverfi sitt
- meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
- nota hugtök náttúruvísinda í daglegu lífi
- miðla upplýsingum og skoðunum í ræðu og riti
Hæfnisviðmið
- miðla hæfni sinni á skapandi hátt
- bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
- vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
- vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geta tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra
- skilja hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
- metið gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru á gagnrýninn hátt
- sýna skilning og virðingu á umhverfi sínu og náttúru
- geta nýtt sér margvíslega tækni í þekkingarleit
- þekkja stöðu Íslands í umhverfismálum