Fara í efni

MELÆ1JL02 - Menning og nærsamfélag

jafnrétti, lýðræði, menning, sjálfbærni

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í áfanganum er nemandinn þjálfaður í læsi í víðum skilningi og gagnrýninni hugsun. Áhersla er á að nemandinn öðlist skilning á menningarsamfélagi nútímans, beri saman við mismunandi menningarsamfélög og átti sig á mikilvægi sjálfbærni, jafnréttis og lýðræðis. Að auki verður nemandinn meðvitaðri um tengsl einstaklings og samfélags, eigin ábyrgð, þátttöku og mögulegum áhrifum. Nemandinn kynnir sér það sem er að gerast í menningarlífinu, metur það og skoðar með aðstoð samnemenda og kennara. Um er að ræða verkefnabundið nám og nemandinn rannsakar viðfangsefni áfangans hverju sinni á gagnrýninn og skapandi hátt.

Þekkingarviðmið

  • sjálfbærni í sínu umhverfi
  • eigin ábyrgð í samfélagi manna
  • mismunandi stöðu kynjanna í eigin samfélagi
  • mikilvægi fjölmenningar í samfélaginu
  • eigin menningarsamfélagi í samanburði við önnur
  • mikilvægi lýðræðis í eigin samfélagi

Leikniviðmið

  • leita að og skoða upplýsingar um umhverfi sitt og samfélag
  • skoða jafnrétti út frá menningarlegum gildum samfélagsins
  • tengja menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið samfélag
  • skoða eigin sjálfsmynd, tjá tilfinningar sínar og eigin skoðanir

Hæfnisviðmið

  • útskýra stöðu sína í samfélaginu með það að markmiði að vera virkur þjóðfélagsþegn
  • ígrunda viðhorf sín
  • beita rökhugsun til þess að draga ályktanir og gagnrýna samfélag sitt
  • útskýra sjónarmið og skoðanir sínar á skapandi hátt
  • meta gildi upplýsinga og draga ályktanir
  • skrá úrlausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum við aðra
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?