LEMY1TL02 - Listir með áherslu á leiklist og myndbandsgerð
Tjáning í gegnum leiklist og myndbandsgerð
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum þjálfast nemendur í undirstöðuatriðum leiklistar svo sem í framsögn og tjáningu. Farið verður í uppbyggingu handrita og handritsgerðar fyrir stuttmyndir. Nemendur fá leiðsögn um myndatöku, hljóðupptöku, leikmynd, búninga og klippivinnu.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi þess að læra texta
- mikilvægi hlustunar
- að smekkur manna er misjafn
- mikilvægi tjáningar og framsagnar
- hugtakinu stuttmynd og ferlinu við gerð hennar
- tæknivinnu að baki stuttmynd t.d. handritsgerð
- geta upplifað fordómalaust t.d. tóndæmi, leikverk og kvikmyndir
- geta tekið þátt í umræðum, myndað sér skoðun og tjáð hana
Leikniviðmið
- koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum
- nýta sér styrkleik sína
- tjá sig frjálst eða eftir leikstjórn
- skrifa handrit
- meðhöndla stafræna tökuvél, myndavél eða spjaldtölvur
- ná tökum á klippiforriti og gera stuttmynd
Hæfnisviðmið
- geta nýtt sér fjölbreytta miðla til að nálgast efni
- leika á sannfærandi hátt
- vinna í teymi og átta sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða
- gera sér grein fyrir mikilvægi skapandi hugsunar
- vinna stuttmynd og tjá sig í gegnum hana