Fara í efni

PRJH1GA02 - Prjón og hekl með áherslu á sjálfbærni, sköpun og velferð

grunnaðferðir

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er einstaklingsmiðaður og miðar að því að nemendur læri undirstöðuatriði í prjóni og hekli, að lesa úr og nýta sér hugmyndir og uppskriftir í blöðum, bókum og á veraldarvefnum og verði sjálfbjarga með að iðka þessa gömlu heimilisiðju. Sérstök áhersla er á sköpun, velferð og sjálfbærni og að nemandinn öðlist leikni sem nýtist honum í leik og starfi. Sköpunin felst í að nemandinn læri ákveðin vinnubrögð og tækni sem hann nýtir síðan til að skapa ýmiskonar nytja- og/eða skrautmuni. Nemendur sem sækja þennan áfanga geta haft mjög misjafna getu og kunnáttu, þar af leiðandi verða verkefni þeirra mjög mismunandi.

Þekkingarviðmið

  • áhöldum sem notuð eru í prjóni og hekli
  • garni, mismunandi tegundum og eiginleikum
  • mismunandi þvottameðferð á garni eftir eiginleikum þess
  • efnisvali, hvaða garn hentar best í tiltekna hluti
  • hvar á að leita að hugmyndum og leiðbeiningum

Leikniviðmið

  • nota viðeignadi áhöld
  • fitja upp og fella af
  • auka út, taka úr og sinna lokafrágangi verkefnis
  • geta prjónað/heklað nokkrar mismunandi aðferðir

Hæfnisviðmið

  • takast sjálfstætt á við skapandi verkefni
  • nýta tómstundir sér til gagns og ánægju
  • nýta og tengja þekkingu sína við daglegt líf
  • sækja sér viðbótar þekkingu t.d. stök námskeið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?