Fara í efni

SKAG1SL01 - Skartgripagerð úr silfurleir

skartgripagerð með silfurleir

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Vinnuferli áfangans miðast við að efla sjálfsmynd nemanda við að hanna og takast á við eigin sköpun. Efnið silfurleir og eðli þess er kynnt. Nemendur eru þjálfaðir í að þróa eigin hugmynd og að vinna sjálfstætt út frá þeirri hugmynd fullgerðan skartgrip. Lögð er áhersla á sambandið á milli hugmyndar, hráefnis, tækja, aðferðar og sköpunar.

Þekkingarviðmið

  • efninu silfurleir og eðli þess
  • hvernig má nýta sér náttúruna og bókmenntir til að auðga eigin hugmyndir
  • að rissa upp hugmynd og fullmóta hana áður en vinnan með leirinn hefst
  • að kynnast viðeigandi verkfærum og hjálpartækjum við vinnuna frá hugmynd til fullgerðs skartgrips
  • að þjálfa með sér þolimæði við vinnuna

Leikniviðmið

  • vinna með silfurleir og paste af öryggi
  • útfæra eigin hugmynd – teikna og útfæra
  • vinna með viðeigandi verkfæri við útfærslu verkefnisins
  • vera viðbúin því að hugmynd getur breyst frá því að hún er teiknuð á blað og þar til skartgripurinn er tilbúinn

Hæfnisviðmið

  • þróa hugmynd eftir markvissu þróunarferli
  • setja fram hugmynd munnlega, skriflega og á myndrænan hátt
  • nýta sér náttúruna og eigin menningu sem uppsprettu hugmynda
  • nemandinn temji sér vönduð vinnubrögð
  • hlusta á aðra og tjá eigin skoðanir og geta nýtt sér gagnrýni á uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?