Fara í efni

NÆRS3NS05 - Næringarfræði sérfæðis

næringarefni, skortseinkenni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2NÆ05
Áfanginn fjallar um lífeðlisfræðilegt hlutverk næringarefnanna, skortseinkenni og hvernig hægt er að koma í veg fyrir skort. Fjallað verður um sérfæði á sjúkra- og heilbrigðisstofnunum með tilliti til lækninga. Samband fæðis og sjúkdóma skoðuð og tengsl næringar og heilsu. Fjallað er um mismunandi næringarstefnur sem eru í gangi hverju sinni.

Þekkingarviðmið

  • lífeðlisfræðilegu hlutverki næringarefnanna, hver eru skortseinkenni þeirra og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þau
  • mismunandi gerðum sérfæðis á sjúkra- og heilbrigðisstofnunum landsins með tilliti til lækninga
  • sambandi fæðis og sjúkdóma
  • ólíkum næringarstefnum

Leikniviðmið

  • nota hugtök áfangans sem hann hefur öðlast þekkingu á í réttu samhengi og á rökréttan hátt
  • reikna næringargildi máltíða
  • setja saman máltíðir með tilliti til sérfæðis

Hæfnisviðmið

  • meta næringargildi fæðu
  • meta hvaða breytinga er þörf á almennu fæði til að sérfæði innihaldi lífsnauðsynleg næringarefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?