Fara í efni

SFBÓ3SS03 - Sérfæði bóklegt

helstu gerðir af sérfæði, sjúkrahúsfæði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2NÆ05
Farið er yfir uppbyggingu almenns sjúkrahúsfæðis og helstu gerðir af sérfæði. Nemendur læra grunnaðferðir í matreiðslu sérfæðis, semja matseðla (dags-/vikumatseðla) fyrir allar helstu gerðir af sérfæði á heilbrigðisstofnunum og reikna út næringargildi þeirra með hjálp tölvuforrits. Nemendur breyta matseðlum almenns fæðis í matseðla fyrir sérfæði, semja innkaupalista og gera vinnuáætlanir. Fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði og næringarefni eru hafðar að leiðarljósi við skipulagningu matseðla. Nemendur þjálfast í að áætla magn, skammtastærðir o.fl.

Þekkingarviðmið

  • samsetningu dags- og vikumatseðla fyrir sérfæði
  • að aðlaga uppskriftir að viðkomandi sérfæði
  • útreikningi á næringargildi sérfæðis með hjálp tölvuforrits
  • gerð innkaupalista og áætlun skammtastærða fyrir sérfæði
  • gerð tíma- og vinnuáætlana

Leikniviðmið

  • vinna með réttar forsendur sérfæðis
  • setja saman dags- og vikumatseðla fyrir sérfæði
  • aðlaga uppskriftir að viðkomandi sérfæði
  • reikna út næringargildi sérfæðis
  • gera innkaupalista og áætla skammtastærðir
  • gera tíma og vinnuáætlanir

Hæfnisviðmið

  • semja matseðla fyrir sérfæði út frá gefnum forsendum
  • tjá sig á skapandi og ábyrgan hátt um fagleg málefni og rökstyðja niðurstöður sínar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?