Fara í efni

MANÚ3MA03 - Matseðlafræði og næringarútreikningar

matseðlagerð fyrir almennt fæði og sérfæði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: NÆRS3SN05 og MASF2MF02
Í áfanganum er farið í matseðlagerð fyrir almennt fæði og sérfæði í almennum mötuneytum og að tengja saman matseðil fyrir almennt fæði og sérfæði. Einnig matseðla fyrir mismunandi hópa s.s. börn, unglinga, aldraða, íþróttafólk og einstaklinga frá mismunandi menningarheimum Lögð er áhersla á sérstöðu íslenskra afurða og val á þeim með hliðsjón að íslenskum matarháttum.

Þekkingarviðmið

  • matseðlagerð fyrir almennt fæði og sérfæði
  • hvernig menning þjóða og trúarbrögð tengjast matarhefð
  • að greina sérstöðu Íslands með hliðsjón að matargerð, hreinleika afurða og gæða
  • notkun hugbúnaðar til útreikninga á næringargildi

Leikniviðmið

  • semja matseðla fyrir almennt fæði og sérfæði
  • velja hráefni með tilliti til uppskerutíma og næringargildis
  • tengja saman matarhefðir, trúarbrögð og menningu ólíkra hópa við matseðlagerð
  • nota hugbúnað til útreikninga á næringargildi

Hæfnisviðmið

  • beita faglegri gagnrýni við gerð og frágang matseðla fyrir almennt fæði og sérfæði
  • útbúa matseðil þar sem tekið er tillit til ólíkra trúarbragða og menningar þegar það á við
  • rökstyðja val sitt á hráefni með áherslu á næringargildi og íslenska matarhefð
  • til að tjá sig á skapandi og ábyrgan hátt um íslenska matarhætti
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?