MANÚ2GM02 - Matseðlafræði
grunnreglur við matseðlagerð
Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Þrep: 2
Í áfanganum fást nemendur við matseðlagerð, læra um flokka rétta, heiti rétta og grunnreglur við matseðlagerð. Einnig matseðlagerð fyrir mötuneyti með hliðsjón af fæðutengdum ráðleggingum Embættis landlæknis.
Þekkingarviðmið
- að greina og flokka almenna matseðla og matseðla fyrir mötuneyti með áherslu á fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis
- að greina og flokka fæðutegundir sem geta valdið ofnæmis- og óþolsviðbrögðum
- notkun hugbúnaðar til útreikninga á næringargildi matseðla fyrir mismunandi tilefni
Leikniviðmið
- gera matseðla fyrir mötuneyti og veitingahús með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi
- skipuleggja matseðla fyrir ólíka hópa s.s. börn, unglinga, aldraða með hliðsjón að almennum matseðlum
- gera matseðla þar sem taka þarf tillit til fæðuofnæmis og óþols
- nota hugbúnað til útreikninga á næringarinnihaldi máltíða
Hæfnisviðmið
- skipuleggja matseðla fyrir mötuneyti og veitingahús með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi
- skipuleggja og gera matseðla þar sem taka þarf tillit til fæðuofnæmis- og óþols og næringarþarfa mismunandi hópa
- nota hugbúnað við útreikninga matseðla