MATS3SF10 - Matreiðsla sérfæðis
sérfæði fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir
Einingafjöldi: 10
Þrep: 3
Forkröfur: MATR2MA10
Þrep: 3
Forkröfur: MATR2MA10
Í áfanganum fá nemendur þjálfun í matreiðslu og bakstri fyrir almennt sjúkrahúsfæði og allar helstu gerðir af sérfæði sem þörf er á fyrir heilbrigðisstofnunum. Nemendur læra að matreiða og framreiða allar máltíðir dagsins, bæði heitar og kaldar. Þeir vinna sjálfstætt eftir eigin matseðlum, innkaupalistum og vinnuáætlunum.
Þekkingarviðmið
- aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að almennum og sérhæfðum verkferlum í matreiðslu og bakstri sérfæðis, bæði heitum og köldum réttum, öllum máltíðum
- viðmiðum um skammtastærðir og næringargildi
- að breyta uppskriftum fyrir almennt fæði í sérfæði
- mikilvægum ferlum við útsendan mat og gæðastaðla um innra eftirlit: HACCP
Leikniviðmið
- matreiða og baka allar gerðir sérfæðis
- reikna úr næringargildi og áætla skammtastærðir
- breyta uppskriftum fyrir almennt fæði í sérfæði
- vinna eftir ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP
Hæfnisviðmið
- bera ábyrgð á verkferlum og skipulagi við gerð sérfæðis á heilbrigðisstofnun
- vinna eftir ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP