VÉLS3SV05(AV) - Vélstjórn 5
stjórnun véla og vélbúnaðar, þjálfun í vélhermum
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLS3VK05
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLS3VK05
Nemandinn þjálfast í keyrslu vélarúms og vélbúnaðar. Með vélhermum kynnist nemandinn daglegum rekstri vélarúms, frá köldu skipi til fullrar aflnotkunar. Viðbrögð við bilunum þjálfuð. Nemandinn ræsir allan búnað vélarrúmsins og rekur vélarrúmið með hjálp
viðvörunarkerfa hermisins í tilgreindan tíma. Nemandinn bregst við gangtruflunum, greinir bilanir og kemur búnaðinum í rétt horf. Nemandinn öðlast hagnýta verklega þjálfun við stjórn á brunavél ásamt viðeigandi stoðkerfum í vélarhermi. Nemendur annast allan daglegan rekstur vélarrúms frá stjórnstöð, sinna bilanagreiningu og nýta sér upplýsingar frá framleiðendum, afgasvaka og viðvörunarkerfi til að tryggja öruggan rekstur vélarúmsins.
Þekkingarviðmið
- stjórntækjum vélarúmshermis
- daglegum rekstri vélarúms
- virkni og uppbyggingu véla og vélbúnaðar, svo sem stýrisvéla, sjó- og ferkvatnsdæla, ferskvatnseimis og rafmagnsframleiðslu
- hvernig véladagbók er færð og notuð
- hvernig skipt er yfir á brúarstjórn og samskiptum milli brúar og vélarúms á að vera háttað
Leikniviðmið
- ræsa og stöðva einstök tæki vélarrúmsins og stoðkerfa þess í vélarúmshermi á þann hátt að tækjum og búnaði verði ekki misboðið
- forgangsraða á eðlilegan hátt vinnu í vélarúmi
- tímasetja verk miðað við aðstæður
- afla upplýsinga um ástand vélbúnaðar og stoðkerfa
- vinna með öðrum stjórnendum að viðbrögðum og hættum sem upp geta komið varðandi búnað og öryggi skips
Hæfnisviðmið
- standa vaktir í vélarúmi og bregðast við bilunum og áreiti varðandi búnað
- taka ákvarðanir um stjórntök eða viðbrögð við óeðlilegu ástandi vélbúnaðar eða stoðkerfa og gera viðeigandi ráðstafanir
- nýta kerfismyndir og handbækur sem hjálparbúnað við bilanagreiningu og viðbrögð við bilunum
- vinna sjálfstætt og taka frumkvæði sem vélstjóri