Fara í efni

BVAF2LG05(AV) - Aflrásir

drifliðir, gírkassar, kúplingar, legur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: VÉLS1GV05
Lögð er áhersla á grundvallaratriði aflrása. Fjallað er um nöfn, gerð og hlutverk íhluta, kerfa og hvernig þau starfa sjálfstætt og/eða sem heild í ökutækinu. Farið er yfir mismunandi kröfur til aflrása eftir notkunarsviði ökutækis. Reiknuð eru drifhlutföll. Farið er yfir kúplingar, sérkenni þeirra og einstakra hluta. Fjallað er um aðferðir við að skoða, meta, prófa kúplingar. Kennd vinnubrögð við viðgerðir og samsetningar kúplinga. Gírkassar og einstakir hlutar þeirra eru teknir í sundur skoðaðir, metnir og settir saman. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér frá upphafi viðeigandi vinnubrögð við bilanagreiningar og viðgerðir. Svo sem að afla sér upplýsinga í tækniupplýsingum framleiðanda, notkun sérverkfæra og léttibúnaðar. Farið er yfir helstu gerðir kúlu- og keflalega ásamt kröfum um meðferð, umhirðu og stillingar. Fjallað er yfir mat á legum og hvað geti valdið skemmdum á legum. Skoðaðar eru ýmsar gerðir af hverfiliðum, hjöruliðum og samhraðaliðum. Nemendur læra vinnubrögð við að meta ástand liða, taka drifsköft og driföxla úr ökutæki og hvernig standa skuli að viðgerðum. Áhersla er lögð á öryggi við vinnu undir ökutæki, hreinlæti og ábyrgð viðgerðamanna vegna umferðaröryggis.

Þekkingarviðmið

  • algengum aflrásum ökutækja með ýmsar drifútfærslur
  • helstu gerðum kúplinga og verkfæra til að losa þær frá hreyflinum
  • aðgæsluatriðum við viðgerðir á kúplingum og gírkössum
  • verkfærum, tækjum og búnaði sem notaður er í vinnu við kúplingar
  • helstu ástæðum bilana í kúplingum og gírkössum
  • mismunandi handskiptum gírkössum og íhlutum þeirra
  • hvar megi finna upplýsingar um ástand íhluta og hvernig skuli meta þá
  • helstu gerðum driföxla og drifliða
  • ástæðum bilana í drifliðum og hjólalegum
  • íhlutum drifa og mismunadrifa
  • helstu gerðum kúlu- og keflalega

Leikniviðmið

  • reikna drifhlutfall í aflrás
  • losa kúplingu frá hreyfli
  • setja kúplingu saman og lýsa aðgæsluatriðum
  • taka handskiptan gírkassa úr og í sundur
  • setja gírkassa saman eftir fyrirmælum í tækniupplýsingum framleiðanda
  • skipta um hjólalegur ásamt fylgihlutum og stilla ef við á
  • taka drifsköft, driföxla og drifliði úr ökutæki, meta ástand og gera við eða setja í nýja liði

Hæfnisviðmið

  • lýsa virkni helstu tækja, vélbúnaðar og kerfa aflrásarinnar
  • lýsa virkni kúplinga
  • lýsa virkni handskiptra gírkassa og tilgangi þeirra
  • lýsa virkni sjálfvirkra gírkassa og tilgangi þeirra
  • lýsa innri gerð gírkassa og hlutverki íhluta
  • lýsa ástandi íhluta og hvernig skuli meta þá
  • lýsa kröfum til drifliða
  • lýsa tilgangi drifa og virkni mismunadrifa
  • lýsa meðhöndlun lega og mati á ástandi þeirra
  • lýsa hvernig meta skuli ástand drifliða
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?