Fara í efni

BVAF3SV05(AV) - Sjálfskipting og vökvakerfi

Aflrás, sjálfskipting, vökvakerfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: BVAF3GK03
Fjallað um gerð og virkni vökvakerfa í ökutækjum íhluti þeirra m.a. vökvadælur, strokka, vökvalagnir og vökvahreyfla. Farið í grunnreglur og útreikning á afli, vægi, afköstum, nýtingu og þrýstingi. Gerð ástandsskoðun á vökvakerfi, mældur kerfisþrýstingur og farið yfir nauðsyn reglubundins viðhalds og val á olíu fyrir vökvakerfi. Farið er yfir gerð og virkni sjálfvirkra gírkassa og íhluti þeirra. Farið er í grunnreglur og útreikninga á afli, vægi og afköstum. Fjallað er um reglubundið viðhald, ástandsskoðun og prófanir og mat á ástandi íhluta. Farið yfir vökvakerfisolíur og síur, vökvaleiðslur og tengi fyrir sjálfvirka gírkassa og almenn vökvakerfi. Þá er fjallað um hættur þegar unnið er undir ökutæki, meðhöndlun þungra hluta og skaðsemi olíu. Sérstök áhersla er lögð á hreinlæti og nákvæmni í vinnu við vökvakerfi.

Þekkingarviðmið

  • drifbúnaði ýmissa bifreiða með sjálfvirkan gírkassa
  • grunnreglum og útreikning á afli, vægi, afköstum, nýtingu, þrýstingi
  • ferli afls frá vökvagír í sjálfskiptingu til hjóla ökutækis
  • íhlutum í sjálfvirkum gírkössum og hlutverk þeirra
  • uppbyggingu tengsla í sjálfvirkum gírkassa
  • olíum sem notaðar eru á sjálfvirka gírkassa og mikilvægi notkunar réttrar olíu
  • þrýstiventlum, stjórn- og skiptiventlum í sjálfvirkum gírkössum
  • þrýstiventlum, stjórn- og skiptiventlum í vökvakerfum
  • olíum sem notaðar eru á vökvakerfum

Leikniviðmið

  • sinna reglubundnu viðhaldi og að gera viðeigandi prófanir á sjálfvirkum gírkössum
  • taka sjálfvirkan gírkassa úr ökutæki og setja í aftur
  • taka í sundur og setja saman sjálfvirkan gírkassa
  • þrýstimæla vökvakerfi
  • gera einfaldar viðgerðir á vökvakerfum
  • lesa vökvakerfis teikningar og skýra virkni íhluta vökvakerfa

Hæfnisviðmið

  • lýsa virkni algengra sjálfvirkra gírkassa
  • lýsa plánetugírasamstæðu
  • reikna gírhlutföll
  • lýsa virkni ventlahúss
  • lýsa mikilvægi olíuskipta og reglulegrar þjónustu við sjálfvirka gírkassa
  • lýsa algengum búnaði í vökvakerfum sem m.a. eru í lyftibúnaði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?