BRAF2MR05(AV) - Mælingar, raflagnir og ljósakerfi
ljósakerfi, mælingar, raflagnir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: RAMV1HL05
Þrep: 2
Forkröfur: RAMV1HL05
Farið yfir grunnatriði og útreikninga í raffræði: U=IR, P=UI, I1+I2+I3=I4+I5, U=U1+U2, R=R1+R2...., R=1/R1+1/R2... Gerðar tilraunir og æfingar á íhlutum og samsettum rafrásum. Farið er yfir rafbúnað ökutækja og fjallað um heiti, tilgang, virkni og aðgæsluatriði í umgengni við rafbúnað. Áhersla lögð á varnir gegn skemmdum og slysum vegna brunahættu, skammhlaups og sýrubruna. Farið yfir rafkerfi og íhluti þeirra í rafteikningu. Nemendur teikna sama rafkerfið með tveimur teikniaðferðum, þ.e. með staðsetningu lagna og hluta eins og þeir væru staðsettir í ökutækinu og með línuteikningu DIN. Farið yfir rafteikningar frá ýmsum framleiðendum. Æfingar við rafkerfi samkvæmt teikningum og fyrirmælum.
Farið í grundvallaratriði ljósfræði og lýsingartækni. Farið yfir ýmsar gerðir ljóskera og íhluti tengda þeim, prófanir, viðhald og viðgerðir. Raflagnir: varbúnaður, val á leiðara, tengingar, bilanaleit og viðgerðir. Farið yfir reglugerð um ljósabúnað. Unnið að stillingum aðalljóskera í bifreiðum.
Þekkingarviðmið
- helstu reikniaðferðum Ohm´s og Kirchoff´s
- helstu mæli- og prófunartækjum sem notuð eru við rafbúnað ökutækja
- þörf fyrir varbúnað í raflögnum ökutækja
- virkni raftækja og rafbúnaðar ökutækja
- helstu gerðum ljósgjafa og ljóskera í ökutækjum, virkni þeirra og viðhaldsreglum
- kröfum reglugerða um ljósabúnað sem skylt er að hafa í ökutækjum svo og ljósabúnaði sem leyfilegt er að hafa
Leikniviðmið
- mæla straum, spennu og viðnám í rakstraumsrásum
- reikna viðnám í mótstöðum tengdum á mismunandi hátt
- reikna stærðir samkvæmt U=IR og P=UI í raðtengdum og hliðtengdum rafrásum
- beita ýmisum mælitækjum svo sem fjölsviðsmælum og sveiflusjá
- lesa úr algengum teikningum af rafkerfum og rafbúnaði ökutækja
- teikna einfalt rafkerfi bifreiðar samkvæmt DIN-staðli (línuteikning)
- vinna með reglugerð um ljósbúnað ökutækja
Hæfnisviðmið
- gera grein fyrir hugtökunum spenna, straumur og viðnám
- lýsa virkni almennra raftækja og rafbúnaðar ökutækja
- gera grein fyrir orkuþörf rafneyslutækja í ökutækjum
- útskýra rafteikningar frá ýmsum framleiðendum
- finna íhluti rafkerfa í ökutækjum samkvæmt teikningum og fyrirmælum
- prófa ljósabúnað og finna bilanir
- gera við bilanir í ljósakerfi og raflögnum
- skipta um ljósgjafa og ljósker ásamt búnaði
- stilla aðalljósker og önnur ljósker sem krafist er að séu stillt