BMRA4RS03(AV) - Raftækni stærri ökutækja
raftækni, stærri ökutæki
Einingafjöldi: 3
Þrep: 4
Forkröfur: BMRS4ST05
Þrep: 4
Forkröfur: BMRS4ST05
Farið yfir rafbúnað og raflagnir stærri ökutækja; strætisvagna, hópbifreiða, hjólhýsa og húsbíla. Einnig farið yfir rafbúnað og raflagnir vöruflutningabifreiða, dráttarbifreiða og ýmissa vinnuökutækja. Netkerfi og samskiptabúnaður sem stjórnar raftækjum skoðaður. Farið yfir hljóð- og merkjakerfisbúnað til þæginda og/eða upplýsinga fyrir farþega í strætisvögnum og hópbifreiðum.
Þekkingarviðmið
- rafhreyfibúnaði fyrir íhluti; lok, hurðir, speldi og lokur í loftræsti- og hitakerfum
- raflögnum; efni, tengingum og umbúnaði raflagna í stærri ökutækjum innilýsingu í vistrými stærri ökutækja
- ljósakerfum ökutækja
- netkerfum stjórnboða í ökutækjum
- gerð og virkni hljóð- og merkjakerfisbúnaðar í strætisvögnum og hópbifreiðum
Leikniviðmið
- finna upplýsingar í viðgerðaleiðbeiningum sem nauðsynlegar eru við greiningu og viðgerð á raf- og samskiptakerfum stærri ökutækja
- leiðbeina öðrum viðgerðamönnum um viðgerðir raf- og samskiptabúnaðar
Hæfnisviðmið
- greina bilanir í ýmsum raf- og samskiptakerfum stærri ökutækja
- gera við eða skipta um einingar eða íhluti í raf- og samskiptakerfum stærri ökutækja
- leiðbeina ökumönnum stærri ökutækja um notkun ýmiss raf- og samskiptabúnaðar og viðbrögð við gangtruflunum eða bilunum