BMTF4TF02(AV) - Tæknilýsingar framleiðanda
tæknilýsingar framleiðanda
Einingafjöldi: 2
Þrep: 4
Forkröfur: BVTM4TM03
Þrep: 4
Forkröfur: BVTM4TM03
Farið yfir alla miðla tæknilýsinga og upplýsinga sem tíðkast í starfsgreininni; prentuð gögn og rafræn gögn. Sérstaklega þau atriði sem framleiðandi leggur áherslu á til viðgerðar á ökutækjum. Farið yfir OEM reglur framleiðenda með tilliti til aðferða við viðgerðir og frágang. Farið yfir efnisfræðilega notkun til að uppfylla kröfur framleiðanda. Nemandi þjálfast í að finna upplýsingar sem þarf vegna viðgerða með tilvísun í OEM staðla framleiðanda.
Þekkingarviðmið
- rafrænum upplýsingum sem spanna: viðgerðaaðferðir, viðgerðamyndir, verð á varahlutum, vinnutíma, vinnuöryggi, bilanaleitartöflur og bilanakóðatöflur
- prentuðum upplýsingagögnum; viðgerðabækur framleiðenda, sérhæfðar viðgerðabækur, almennar viðgerðabækur, handbók bílsins, bók um viðgerðatíma, tæknilegar tilkynningar
- helstu gerðum greiningatafla: tafla með greinum, tafla með kössum, myndatafla, tafla með staðsetningum
Leikniviðmið
- finna tæknilegar upplýsingar um viðhald og viðgerðar á ökutækjum
- miðla þekkingu á reglum og fyrirmælum framleiðanda um notkun, hirðu og meðferð ökutækja til hagsmunaaðila
Hæfnisviðmið
- finna viðeigandi upplýsingar vegna viðgerða með tilvísun í OEM staðla framleiðanda
- túlka og skýra tæknilegar upplýsingar vegna viðgerða eða til leiðbeina eða ráðleggja viðgeðamönnum eða ökumönnum