Fara í efni

RASV3ST05(AV) - Raflagnastaðall

staðlar, tæknilegir tengiskilmálar og reglugerðir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: RAMV3RM05
Nemendur kynnist stöðlum og reglugerðum um raforkuvirki. Viti hvernig ákvæðum reglugerða er framfylgt og þekki öryggisreglur. Þekki helstu tengimáta kerfa, álagsvarnir, lekastraumsvarnir og frágang jarðbindinga. Nemendur þekki ÍST 200-2006 og geti nýtt hann til að sækja sér upplýsingar um reglur og frágang.

Þekkingarviðmið

  • slysahættu í vinnuumhverfi rafiðnaðarmanna og helstu öryggisráðstöfunum gegn henni
  • raforkukerfi og rafbúnaði í íslenskum skipum
  • almennum kröfum í byggingarreglugerð til raflagna og rafbúnaðar í mannvirkjum
  • magni, gerð og staðsetningu á rafbúnaði í raflögnum fyrir íbúðarhúsnæði
  • tengingum neysluveitna við lágspennudreifikerfi rafveitna
  • fyrirkomulagi og frágangi á mælitækjum fyrir raforkunotkun
  • reglugerð um rafmagnsöryggismál
  • grundvallarreglum um raflagnir bygginga
  • skilgreiningum íðorða um öryggi raflagna
  • mismunandi gerðum dreifikerfa og almennum eiginleikum raflagna í byggingum
  • helstu varnaraðgerðum gegn raflosti, hitaáraun, yfirstraum og spennutruflun
  • vali og uppsetningu á raflögnum og búnaði þeirra
  • sannprófun á öryggi raflagna í byggingum
  • sérákvæðum vegna staðsetningar virkja

Leikniviðmið

  • leita sér upplýsinga í staðli
  • velja búnað fyrir neysluveitur
  • teikna og leggja upp almenna lögn fyrir heimili og smærri fyrirtæki

Hæfnisviðmið

  • ráðleggja um efni og búnað skv. staðli
  • tengja rafmagnstöflu skv. staðli
  • leggja rafmagn við mismunandi aðstæður skv. staðli
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?