RAMV3RS05(AV) - Rafmagnsfræði 5 fyrir vélstjóra
rafkerfi, rafteikningar, staðlar og reglugerðir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: RAMV3RF05
Þrep: 3
Forkröfur: RAMV3RF05
Nemandinn öðlast þekkingu og færni í að nota staðal fyrir rafteikningagerð. Hann kynnist upbyggingu og gerð rafteikninga, fær þjálfun í lestri rafteikninga og gerir sér grein fyrir uppbyggingu rafkerfa. Nemandinn kynnist ýmsum gerðum teikninga, t.d. kassateikningum (flæðirit), einlínuteikningum og straumrásarteikningum. Nemandanum er kennt að nota teiknistaðal og alþjóðastaðallinn (IEC) kynntur. Lögð er áhersla á lestur rafteikninga og þá helst af rafkerfum skipa. Nemandinn öðlast yfirsýn yfir
uppbyggingu rafkerfa og kynnist ýmsum reglugerðarákvæðum í sambandi við rafkerfi skipa. Nemandinn kynnist vinnumáta og notkun algengustu fjarskipta- og siglingatækja.
Þekkingarviðmið
- gerð og uppbyggingu rafteikninga
- helstu teiknistöðlum við rafteikningagerð og notkun teikniforrota
- hönnun rafliðastýringa og notkun iðntölva í stað segulliða í stýrirásum
- ýmsum gerðum rafmagnsteikninga samkvæmt alþjóðastaðli (IEC)
- reglugerð um raforku og raflagnir í íslenskum skipum
- reglugerðum um fjarskipti og fjarskiptabúnað skipa, s.s. IMO, GMDSS-SOLAS alþjóðasamþykktinni, STCW-alþjóðasamþykktinni, SAR-
- alþjóðasamþykktinni og fjarskiptareglum ITU
Leikniviðmið
- teikna, hanna og annast tengingar á segulliðarásum eftir lýsingu
- nota iðntölvur til stýringa
- lesa rafmagnsteikningar, svo sem af rafkerfum skipa
- vinna kerfisbundið að því að finna bilun í rafkerfum skipa með aðstoð teikninga
Hæfnisviðmið
- útskýra uppbyggingu rafkerfa skipa með aðstoð teikninga
- sjá um og reka raforkukerfi í skipum
- nýta fjarskipti og fjarskiptabúnað í skipum samkvæmt íslenskum reglugerðum og alþjóða samþykktum