Fara í efni

LOKA4VD04(AV) - Lokaverkefni vélfræðinga

Lokaverkefni vélfræðinga

Einingafjöldi: 4
Þrep: 4
Forkröfur: Að hafa lokið C réttindum vélstjórnar
Nemendur velja sér krefjandi viðfangsefni í lokaverkefni og gefst þannig tækifæri til að tengja fræðilega þekkingu námsins við raunveruleg viðfangsefni. Áfanginn á að efla samstarf og tengsl nemenda við atvinnulífið, þjálfa þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og vinna skipulega að framsetningu og kynningu á eigin verkum. Nemendur kynnast ólíkum verksviðum sem gerir þeim mögulegt að sérhæfa sig á því sviði vélfræðinnar sem hugur þeirra stendur til.

Þekkingarviðmið

  • vinnubrögðum við undirbúning og framkvæmd sjálfstæðrar verkefnavinnu.
  • að öryggis- og reglugerðarákvæði geti gilt um verk.
  • skilgreiningu viðfangsefna og markmiðasetningu í sjálfstæðri verkefnavinnu.
  • miklvægi þess að gera góðar verk- og kostnaðaráætlanir.
  • mikilvægi þess að gera góðar vinnulýsingar og vinnuteikningar.

Leikniviðmið

  • útfæra og vinna eftir verkáætlun, vinnulýsingu, teikningum o.s.frv.
  • velja efni, búnað og aðferðir við hæfi.
  • framkvæma viðeigandi prófanir og mælingar vegna verkefna.
  • afla sér viðeigandi upplýsinga og nýta sér leiðsögn og ráðgjöf annarra.
  • skrifa greinargóða skýrslu um verkefni.
  • gera öðrum grein fyrir verkefni sínu, kynna það og útskýra einstaka þætti þess.

Hæfnisviðmið

  • vinna sjálfstætt að krefjandi verkefnavinnu og skila af sér góðu handverki og greinargóðum upplýsingum um það bæði í ræðu og riti.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?