Fara í efni

VÉLT4VD05(BV) - Véltækni 2

Véltækni - VD

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: VÉLF4VD05, VÉLT3ÁL04
Nemendur nýta sér námsefni undanfara við að framkvæma verklegar tilraunir sem hafa það hlutverk að auka skilning á einstökum þáttum fræðigreinarinnar. Unnið er í vélarúmshermi og öðrum búnaði og stöðvum. Kynntar eru gerðir og uppbygging túrbína í vatns- og gufuaflsstöðvum og reglunartækni. Æskilegt er að nemendur fái tækifæri til að heimsækja og kynnast rekstri raforkuvera. Fræðilega umfjöllum um efni þessa áfanga er m.a. að finna í áfanga VÉLF3VC05EV.

Þekkingarviðmið

  • álagslínuritum og hlífðarkerfum fyrir dísilvélar (unnið í hermi).
  • eimkötlum og kerfum þeirra.
  • hámarksþrýstivörn, tvístöðureglun og reglun yfirhitunar.
  • varmafræði eimtúrbínu og eimkerfis (unnið í hermi).
  • Francis vatnstúrbína.
  • seigjureglun (unnið í hermi).
  • innstillingu á Siemens og Woodward reglum.
  • pelton vatnstúrbína.
  • bestun á vatnshæðarregli við eimketil (unnið í hermi).

Leikniviðmið

  • gera varmajöfnuð á eimkatli og stærð hitaflata (unnið í hermi).
  • ræsa og keyra eimketil (unnið í hermi).
  • regla ferskvatnskerfi (unnið í hermi).
  • regla kæligetu frystikerfis.
  • leggja mat á upplýsingar, t.d. samanburð mældra gilda við eðlilegt eða æskilegt ástand.

Hæfnisviðmið

  • hafa yfirsýn og geta kynnt fyrir öðrum helstu atriði og niðurstöður æfingar.
  • vinna úr mæliniðurstöðum, útreikningum og línuritum á skýran hátt svo draga megi ályktanir af niðurstöðum verkefna.
  • taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður mælinga á vélbúnaði gefa tilefni til.
  • skrifa greinargóðar skýrslur um bilanir, ástand og úrbætur samkvæmt niðurstöðum rannsókna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?