Fara í efni

TRÉS1UP02 - Trésmíðar með áherslu á að laga eða gera upp minni muni úr tré

gera upp muni

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist leikni í að laga eða gera upp minni húsmuni eða aðra muni úr tré. Markmiðið er að nemandinn kynnist fjölbreyttum aðferðum sem notaðar eru við ýmiskonar handverk tengd smíðum. Farið yfir helstu öryggisatriði sem snúa að vinnu á smíðaverkstæði.

Þekkingarviðmið

  • umgengni og notkun á rafmagnshandverkfærum og öðrum handverkfærum
  • helstu öryggisþáttum, vinnuaðstöðu og vinnumhverfi

Leikniviðmið

  • nota mismunandi tegundir verkfæra, véla og efna
  • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga

Hæfnisviðmið

  • laga eða gera upp hluti að eigin vali eftir bestu getu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?