HBFR1SS01 - Heilbrigðisfræði með áherslu á samskipti og sjálfsmynd
Sjálfsmynd og samskipti
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er leitast við að styrkja nemandann sem einstakling með því að efla og styrkja sjálfsmynd hans. Unnið verður með félagslega færni og samskipti nemenda með áherslu á að efla innsæi í mannlegum samskiptum auk samskipta á rafrænum miðlum.
Þekkingarviðmið
- að efla sjálfsþekkingu og sjálfsvitund með áherslu á styrkleika nemandans
Leikniviðmið
- efla innsæi og færni nemanda í félagslegum og rafrænum samskiptum
Hæfnisviðmið
- læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og ólíkum skoðunum fólks