SKYN1HS01 - Skyndihjálp með áherslu á bjargráð einstaklingsins
hættur, minniháttar áverkar, skaði, slys
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er fjallað um ýmsar hættur sem geta valdið skaða/slysum. Skoðaðar verða hættur á heimilum, vinnustöðum og í umhverfinu. Farið yfir helstu tegundir sára/meiðsla og meðferð við þeim. Mikilvægi neyðarlínunnar 112 kynnt nemendum.
Þekkingarviðmið
- að meta aðstæður á heimilum og í umhverfi sem geta valdið skaða/slysum
- að geta brugðist við minniháttar áverkum
- að þekkja til neyðarlínunnar 112
Leikniviðmið
- varast hættur í umhverfinu
- meta eigin færni í umönnun minniháttar áverka
- meta hvort hringja þurfi í neyðarlínuna 112
Hæfnisviðmið
- gæta að eigin öryggi og annarra í umhverfinu
- geta brugðist við af öryggi ef um minniháttar áverka er að ræða
- geta haft samband við neyðarlínuna 112 ef þarf