RAFS1SE02(AV) - Suðuaðferðir
efni, suðuaðferð, suðuvírar
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum lærir nemandinn um helstu suðuaðferðir, efni og suðuvíra. Hann öðlast færni til að meta aðstæður til rafsuðu og lærir hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemandinn fær þjálfun í að sjóða plötur í öllum suðustöðum með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1. Nemandinn lærir að skrá grunnatriði suðuferlislýsingar. Færni nemandans miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis og skal hann ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25 817.
Þekkingarviðmið
- suðu með rið- og jafnstraum
- suðu með plús- og mínuspól
- helstu suðuaðferðum, afköstum þeirra, hagkvæmni og takmörkunum við mismunandi efnisþykkt
- eiginleikum mismunandi aðferða, s.s. styrk þeirra og hættu á suðugöllum
- suðuaðferðum sem henta hverju verki fyrir sig
- gildi ljósbogaspennu og tómgangsspennu
- staðli um mat á suðum og suðugalla
- staðli um suðustöður og hæfnisvottun suðumanna
- staðli um merkingu rafsuðuvíra
- staðli um merkingu stáls, t.d. ÍST EN 22 553
Leikniviðmið
- meðhöndla búnað til suðu
- sjóða saman hluti í ýmsum suðustöðum
- stilla suðutæki, þ.e. straum, spennu og viðnám
- velja réttan suðuvír eftir verkefnum
- sjóða mismunandi legglengd og a-mál með einum eða fleiri strengjum
- stilla suðuvél, velja suðuvíra og sjóða samkvæmt suðuferli
- rafsjóða lárétt á plötu beina strengi og með hliðarhreyfingum
- rafsjóða kverksuður í PB- og PF- suðustöðum
Hæfnisviðmið
- velja hagkvæmar og öruggar suðuaðferðir við mismunandi verk
- útskýra staðlaðar merkingar pinnasuðuvíra
- teikna upp rafsuðutækið og merkja inn stillingar og leiðara
- meta algengustu suðugalla og ástæður þess að þeir myndast
- meta suðugæði samkvæmt stöðluðum kröfum um útlit
- flokka suðu í gæðaflokka