EFMA1JS03(AV) - Efnisfræði málmiðna
járn, staðlar, stál
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Þrep: 1
Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu til að velja stál og meðhöndla það á réttan hátt við vinnu sína. Þeir læra að notfæra sér staðla til þess að finna réttan málm fyrir þau verk sem þeir vinna að hverju sinni. Farið er yfir grunnatriði í framleiðslu á járni og stáli, formun þess og mótun, framleiðslu á steypujárni, steypuáli og öðrum málmum, bræðslu og storknun, eiginleika og notkun, svo og varmameðhöndlun á stáli.
Þekkingarviðmið
- járnsteypu, flokkum hennar og eiginleikum
- framleiðsluferli stáls, hvað er gert og í hvaða tilgangi
- uppbyggingu stáls, göllum í atómbyggingu og áhrifum þeirra
- hersluaðferðum, skilyrðum og stöðlum
- vinnsluhæfni stáls og almenna vinnslu þess, þ.m.t. herslu, suðuhæfni, kostum og ókostum álmelma og ryðfrís stáls
Leikniviðmið
- lesa úr stöðlum
- segja til um herslumöguleika
- skoða áhrif mismunandi álags á efnið
Hæfnisviðmið
- velja stál, ryðfrítt stál, ál og aðra málma eftir stöðlum
- velja hvaða efni hentar best fyrir mismunandi aðstæður og notkun
- ákveða hvort hagkvæmt sé að steypa hlut eða vinna hann úr stáli
- velja á milli smíðastáls, áls og ryðfrís