HREY1ÍÚ01 - Íþróttir með áherslu á útiíþróttir
Íþróttir og útivist
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Áfanginn miðar að því að kynna hinar ýmsu útiíþróttir fyrir nemendum, má þar sem dæmi nefna golf, blak, fótbolta, körfubolta, hjólabretti, skauta, gönguskíði, hjólreiðar og klettaklifur. Ávallt er leitast við að vinna með getu og áhugasvið nemenda.
Þekkingarviðmið
- mismunandi tegundum útiíþrótta og þess búnaðar sem þarf
Leikniviðmið
- stunda íþróttir utandyra, hvort heldur einn eða í félagskap með öðrum
Hæfnisviðmið
- njóta almennrar útivistar með íþróttatengdu ívafi