NVER1NS01 - Námsver
námsaðstoð, sjálfsmynd
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Þrep: 1
Þessi áfangi er sérstaklega hugsaður fyrir þá nemendur sem skilgreindir hafa verið með
ákveðna námsörðugleika en einnig þá nemendur sem einhverra hluta vegna náðu ekki
lágmarksárangri á grunnskólaprófi.
Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta styrkleika nemenda og ná árangri í námi.
Sjálfsmynd nemenda er markvisst styrkt með æfingum og þjálfun í þeim atriðum sem þeir
eiga í erfiðleikum með í námi sínu.
Nemendur fá tækifæri til að upplýsa kennara um það hvað það er sem þeir telja helst valda
þeim vandræðum í námi. Hugmyndir til úrlausnar eru lagðar fram og þeim fylgt eftir í
umræðum, verkefnum og sjálfsmati. Nemendur eru studdir í því að tileinka sér öguð
vinnubrögð og að skipuleggja nám sitt.
Mikil áhersla er lögð á það að nemendur taki ábyrgð á sjálfum sér sem námsmenn og nái að
nýta sér þá hæfileika sem þeir búa yfir.
Þekkingarviðmið
- námskröfum skólans
- aðferðum til að skipuleggja tíma og nám
- árangursríkum námsaðferðum
- leiðum til að efla sjálfsmynd og eiga góð samskipti við aðra
Leikniviðmið
- nýta tíma sinn vel og nota námsaðferðir sem skila árangri
- setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
- eiga góð samskipti við aðra
Hæfnisviðmið
- efla styrkleika sína í námi
- vinna sjálfstætt