ÍSLE3BA05 - Afþreyingarbókmenntir
Lestur bókmennta, bókmenntagreinar og afþreying, bókmenntasaga, bókmenntastefnur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar í íslensku á 2.þrepi
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar í íslensku á 2.þrepi
Í áfanganum verður hugtakið afþreyingarbókmenntir kynnt, rætt og skoðað í samhengi við
bókmenntasöguna og menningu hvers tíma og álitamál. Farið verður yfir flokkun bókmennta
og helstu bókmenntastefnur kynntar. Einnig verður rýnt í mismunandi greinar bókmennta,
t.d. glæpasögur, ástarsögur, fantasíur, hrollvekjur o.fl. og skoðuð tenging þeirra við aðra
miðla, s.s. sjónvarp, kvikmyndir, leikhús, tölvuleiki o.s.frv. Fjallað verður um
afþreyingarbókmenntir í tengslum við fjöldaframleiðslu, markaðsmál og tækni. Unnin verða
margvísleg verkefni þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar vinnuaðferðir, sjálfstæð
vinnubrögð, skilvirka þekkingarleit, kunnáttu í meðferð og frágangi heimilda og skapandi
hugsun. Megináhersla áfangans er þó á lestur og umræður um bækur.
Þekkingarviðmið
- tengslum milli eldri forma afþreyingarbókmennta og nútímabókmennta
- mismunandi greinum bókmennta
- helstu bókmenntastefnum
- sögu og þróun afþreyingarbókmennta
- hvernig bókmenntir mótast af umhverfi sínu og tíðaranda hverju sinni
- hvernig bókmenntir geta einnig haft áhrif á samtíma sinn s.s. í tengslum við jafnréttisbaráttu
- grunnhugtökum í bókmenntafræði og beitingu þeirra
- tengingu bókmennta við aðra miðla, s.s. sjónvarp, kvikmyndir, tölvuleiki o.fl
- hlutverki bókmennta sem afþreyingu
- skörun afþreyingarbókmennta við aðrar tegundir bókmennta, s.s. fagurbókmenntir
- grundvallarreglum við byggingu og uppsetningu ritsmíð
- frágangi og skráningu heimilda
- notkun heimilda og hjálpargagna í tengslum við verkefnavinnu
Leikniviðmið
- beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar fjallað er um einkenni og form bókmenntategunda
- lesa og fjalla um bókmenntir á gagnrýninn og fræðilegan hátt
- flytja skýra, vel uppbyggða kynningu og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
- taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
- skoða og fjalla á málefnalegan hátt um tengsl bókmennta við aðra miðla
- vinna að skapandi verkefnum í tengslum við afþreyingarbókmenntir
- draga saman og nota á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
- rita heimildaritgerð þar sem gagnrýninni hugsun er beitt
- ganga frá heimildaverkefnum með viðurkenndum hætti
- tjá rökstudda afstöðu um bókmenntir, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel rökstuddri niðurstöðu
- flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
Hæfnisviðmið
- dýpka lesskilning sinn
- auka og bæta við orðaforða og málskilning
- auka skilning sinn á mikilvægi afþreyingarefnis og hvaða lögmálum það lítur í samfélaginu
- auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldverka
- nýta sér sköpunarmátt íslenskunnar til að semja eigið verk
- skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
- taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
- greina aðalatriði og beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
- átta sig á samfélagslegum og pólitískum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
- flytja kynningar á verkefnum af öryggi
- beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
- vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið og sýna frumkvæði í verkefnavali og úrvinnslu