ÍSLE3NN05 - Sagnir fyrr og nú: Goðafræði og þjóðsögur
miðaldir, norræn goðafræði, nútíminn
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Í þessum áfanga verður fjallað um norræna goðafræði og þær heimildir sem við höfum um hinn forna átrúnað. Farið í munnlega geymd og kenningar þjóðsagnafræða. Textar af ýmsum gerðum lesnir, greindir og tengdir við það umhverfi sem þeir spretta úr og áhrif þeirra á aðra texta rædd. Jafnframt verða skoðuð ýmis nútímaverk sem sækja efnivið sinn í eða spretta úr menningararfinum. Nemendur verða þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu, auk þess sem þeir kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.
Þekkingarviðmið
- upphafi íslenskrar ritmenningar
- munnlegri geymd
- mismunandi tegundum texta og ólíkri miðlun þeirra, áhrifum og túlkun
- íslenskri menningu, úr hverju hún sprettur og tengslum hennar við útlönd
- þjóðsagnafræðum
- áhrifum menningararfsins á nútímaverk
- tengslum norrænnar goðafræði við evrópskar goðsögur
- algengustu stílbrögðum sem einkenna goðsögur og þjóðsögur
- uppbyggingu goðsagna og þjóðsagna
- samfélagi, hugmyndafræði og viðhorfum miðaldamanna til heiðins átrúnaðar
- heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu og gildi mismunandi heimilda
- orðaforða sem þarf til að lesa í ólíkar heimildir
Leikniviðmið
- lesa ýmsa bókmenntatexta frá ólíkum tímum sér til gagns og gamans og geta fjallað um inntak þeirra
- greina áhrif menningararfsins á nútímaverk
- beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
- skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn í bókmenntum
- draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
- ganga frá heimildaverkefnum og nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
- flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
Hæfnisviðmið
- skilja, greina og tengja saman bókmenntatexta frá ólíkum tímum
- skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
- taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
- draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
- átta sig á samfélagslegum og bókmenntasögulegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
- beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
- velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
- vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
- nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu