Fundur í Terrou - InnoVET
16.11.2017
Dagana 6. - 10. nóvember fóru Hildur og Jóhannes sem fulltrúar VMA á fund í Terrou Suður-Frakklandi. Fundurinn var í tengslum við Erasmus-verkefnisins „Dreifbýli og verklegt nám“ eða „Innovative VET devices in rural areas“, en þetta var annar fundur af sjö sem áætlaðir eru í verkefninu. Aðal tilgangur þessa fundar var að setja niður skýrar línur um markmið verkefnisins og möguleg áhrif þess á starfsemi og sýn þátttakenda. Vikan fór því að mestu leyti í vinnufundi þar sem farið var yfir stefnumörkun og aðferðafræði verkefnisins, en auk þess fengu þátttakendur kynningu á þeim áskorunum sem dreifðar byggðir á þessum slóðum standa frammi fyrir í tengslum við nám og atvinnulíf.