HEIM2SS05 - Siðfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Nemendur kynnast helstu kenningum siðfræðinnar. Fjallað verður um undirstöður siðferðis og löggjafar, um meint algildi þeirra eða afstæði og tilkomu ríkis og siðgæðis. Fjallað verður um hugtök eins og ábyrgð, sök, löggengi, iðrun, böl og siðleysi og leitast við að svara fjölbreytilegum spurningum og rædd viðhorf t.d. um hvort refsa eigi brotamönnum eða „lækna“ þá, hvort ofdrykkja sé sjúkdómur eða löstur, fóstureyðingar og líknardráp. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Einingar: 5