HÖTE2VE06 - Vefnaður
Undanfari : HUGM2HÚ05
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn um gildi vefnaðar fyrr og nú. Hann tekur virkan þátt í uppsetningu á vef í vefstól og vefur a.m.k. þrjú misstór stykki og þrjár prufur. Lögð er áhersla á einskeftuvefnað og vaðmál í prufum. Nemandinn lærir að þekkja muninn á band-, þráðar- og jafnþráða áferð í vefnaði. Í stykkjum og prufum með bandáferð er lögð áhersla á einskeftu- og rósabandavefnað. Í prufum með þráðaráferð er lögð áhersla á þráðarbrekán og með jafnþráða áferð er lögð áhersla á að nemandinn kynnist salúnvefnaði, litafléttum í einskeftu og vaðmáli og knipplingavefnaði eða öðrum skyldum aðferðum. Lögð er áhersla á að nemendur læri bindifræði og haldi vinnumöppu allan áfangann.
Einingar: 6