LOVE3ÞR06 - Lokaverkefni í húsasmíði
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum gefst nemendum færi á að búa sig markvisst undir sveinspróf. Unnin eru verkefni, lík þeim sem tekin eru fyrir í sveinsprófi. Þau krefjast þess að nemendur nýti og samþætti þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í skóla og á vinnustað á námstímanum. Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og fer kennslan fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu þar sem tvinnað er saman bóklegum og verklegum þáttum námsins.
Einingar: 6