Fara í efni

MYNL3MÁ07 - Málverk

Undanfari : MYNL3TS10
Í boði : Haust

Lýsing

Nemandinn vinnur málverk með akríllitum. Hann leggur megináherslu á sköpunarferlið, frá eigin hugmynd að lokaniðurstöðu. Hann byggir upp rökrænt þróunarferli sem leið til markvissrar listrænnar niðurstöðu. Nemandinn vinnur rannsóknar- og tilraunavinnu þar sem engin leið er sjálfgefin. Myndefni er sótt í umhverfið og nemandinn vinnur á persónulegan hátt með sjónarhorn, myndmál, myndbygginu, form og lit. Nemandinn skoðar sköpunarferli nokkurra listamanna og kynnir sér málverk og önnur verk sem tengjast hugmyndum nemandans og áhugasviði og hann notar sem innblástur ásamt öðru. Nemandinn ígrundar og ræðir um verk sín og vinnuferli á öllum vinnslustigum í samvinnu við kennara og aðra nemendur.
Getum við bætt efni síðunnar?