SAGA3UT05 - Trúarbragðasaga
Undanfari : SAGA2SÍ05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Fjallað um trúarbrögð í víðu samhengi. Reynt verður að grafst fyrir um tilurð, sögu og þróun hinna ýmsu trúarbragða, könnuð verður sérstaða þeirra og tengsl við önnur trúarbrögð. Skoðað verður hvernig trúarbrögðin móta lifnaðarhætti, siði, venjur, gildismat, hugsunarhátt og heimsmynd fólks í ýmsum menningarsamfélögum. Mest verður fjallað um sögu og einkenni eingyðistrúarbragðanna gyðingdóms, kristni og íslam. Fjallað verður um tengsl þessara trúarbragða og stöðu þeirra í nútímanum. Þá verður nokkur áhersla lögð á að kanna fjölbreytt trúarlíf Íslendinga nú á tímum. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í notkun heimilda og lestri fræðilegra texta, gagnrýninni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Einingar: 5