Fara í efni

ÚTRE4SD04 - Rekstur útgerðarfyrirtækja og viðhald skipa

Í boði : Haust

Lýsing

Í þessum áfanga kynnast nemendur grunnatriðum í rekstrarhagfræði. Nemendur öðlast skilning á samhengi tekna og kostnaðar og læra að þekkja helstu kennitölur og hugtök í rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu og færni við að greina tekjumyndun og kostnaðarþætti í rekstri útgerðarfyrirtækja, geta byggt upp einfalt verkbókhald, og greiðsluáætlanir með því að leggja mat á einstaka kostnaðar- og tekjuliði í rekstraráætlun, verða færir um að gera framlegðarútreikninga og skilja undirstöðuatriði markaðsverðmyndunar sjávarafurða. Nemendur læra að gera rekstraráætlun fyrir skip, kostnaðaráætlanir við rekstur skipa og viðhald.
Getum við bætt efni síðunnar?