Beiðni um brautarskipti
Hér eru leiðbeiningar um brautaskiptabeiðnir:
1. Nemandi skráir sig inn á Innu og smellir á Brautarskipti á forsíðu Innu.
2. Nemandi velur braut og fyllir út í athugasemdadálkinn með viðeigandi upplýsingum.
3. Nemandi smellir á Vista
4. Að loknu auglýstu tímabili mun sviðsstjóri fara yfir umsóknina, afgreiða hana með viðeigandi hætti (samþykkt, á bið eða hafna) og þá getur nemandi séð stöðu umsóknarinnar í Innu. Jafnframt getur nemandi haft samband við viðeigandi sviðsstjóra og fengið nánari upplýsingar þar.