Fara í efni

Bókasafn - annáll

Annáll bókasafns VMA

2021    Verulega jókst við tækjaeign safnsins.  Nú höfum við til útláns, myndavél, þrífætur, myndbandsupptökuvélar, áhrifavaldaljós, Hátalara, sýndarveruleikagleraugu og fleira.

2020    Ritver bókasafnsin tók til starfa. Fyrstu önnina var það opið í hádeginu 4 daga viku og kennarar tóku vaktir. Ekki fékkst áframhaldandi styrkur fyrir því verkefni en nokkrum mánuðum síðar opnaði Ritverið aftur og nú stendur starfsfólk bókasafnsins vaktina og Ritverið er opið á opnunartíma safnsins.

2019    Chrome tölvum skólans sem eru til útláns var fjölgað og eru þær nú 14 talsins og iðulega í mikilli notkun.

2018    hleðsluvagn tekinn í notkun fyrir chromebook tölvurnar og talgervlana tvo sem til eru. Nú eru allar tölvur alltaf fullhlaðnar og tilbúnar til notkunar

2017   í maí var fræðsludagur starfsfólks bókasafna á Norðurlandi haldinn á bókasafni VMA. Að þessu sinni fór hópurinn í heimsókn í FabLabið og fékk mjög fróðlegan fyrirlestur og sýnikennslu hjá Jóni Þór Sigurðssyni 

2016   nú er verið að pakka öllum myndbandsspólum niður, en um leið reynt að varðveita efni sem kennarar vilja nota áfram og setja inn á myndbandaþjóninn. Til þess þarf að yfirfæra af mynbandsspólu á disk og þaðan yfir á USB-lykil.  Tekur sinn tíma og krefst þolinmæði en "góðir hlutir gerast hægt".  Svona eltum við tækniframfarirnar

2015    bókasafnið í VMA tók þátt í landsleik!!  landsleik í lestri!! VMA vann ekki en ætlar í mikilli gleði að taka þátt árið 2016

2014    skólinn keypti talgervil sem staðsettur er á bókasafninu. Hann er einkum ætlaður nemendum með lestrarörðugleika, sem geta fengið hann lánaðan fram á safn eða í kennslustofu til að hlusta á kennsluefni.

2013    sagað var dyraop á milli B02-tölvustofunnar og bókasafnsins og kennarar panta tölvustofuna á Innu. Oftast er opið á milli og hóparnir nýta tölvurnar og gögn og aðstöðu safnsins á sama
              tíma.  Þetta fyrirkomulag virkar afar vel. Núna eru því 42 vinnutölvur fyrir nemendur í tengslum við safnið
2012    enn einu sinni fara hugmyndir um stækkun bókasafnsins á flug og skemmtilegar vangaveltur.  Ætti bókasafnið að stækka upp eins og áður hefur komið fram eða jafnvel í suður, á milli álmanna?
2011

það kom að því ..... loksins fór stólaáklæðið að gefa sig.  Eftir áralanga og mikla notkun kom tími til að skipta um áklæði, en það er búið að vera sama áklæði á stólum safnsins síðan það opnaði.

2008    hópavinna á safninu alltaf jafnmikil. Nemendur vinna með bækur og tölvur. Stundum eru nokkrir hópar inni á sama tíma. Á vorönn voru reglulega inni hópar t.d. í heimspeki, íslensku, sögu, náttúrufræði, félagsfræði, goðafræði, jarðfræði, íþróttafræði, heilbrigðisfræði, listasögu....

2007   margra ára undirbúningi v aðgangs að Gegni lokið og byrjað að tengja eintök bókasafnsins við Gegni  
2006 Bókabúð Jónasar á Akureyri starfar ekki lengur.   Bókasafn VMA hefur frá upphafi leitað mikið til "Stebba Jónasar", því hann og hans fólk er með tuga ára reynslu í bókaviðskiptum og alltaf boðin og búin að greiða úr málum er varðar aðföng á gögnum til safnsins. Við þökkum fyrir gott samstarf á liðnum árum
2005 gæðastjórnunarkerfið bankar á dyrnar í samstarfi við vélstjórnarbrautina  
2004  tölfræðin sýnir að lán innan skólans voru á haustönn : 2789 og á vorönn : 2860.  Bóka- og
           tímaritaeign er um 12.400
 
2003 bókasafnið er nú opið alla daga til klukkan 18, nema föstudaga til klukkan 15.00.  Það er lokað um helgar. Kynning og námskeið fyrir starfsfólk VMA á hvar.is 
2002 beðið eftir að fá að tengjast Gegni og í apríl var byrjað að strikamerkja með nýjum miðum. Hugmynd um stækkun bókasafnsins um eina hæð komin til skólayfirvalda og arkitekts
2001 maí - greiddur aðgangur að fjölmörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á ýmsum fræðasviðum, sbr. hvar.is
2000 september - bókasafnsfræðingur ráðinn í hálft starf október - landsaðgangur að gagnasöfnunum: Proquest 5000, Literature Online og Literature Online for Schools.  Einnig er landsaðgangur að Encyclopedia Britannica.
1999 janúar - nemendur og kennarar fá skírteini og tölvuútlán hefjast
haustönn - nemendur vinna á bókasafninu á kvöldin og það er opið til 22.00
tvær margmiðlunartölvur bætast við
1998 Á vorönn var settur upp teljari á safninu, í einn mánuð.  Niðurstöður sýndu að daglega koma á safnið tæplega 1000 nemendur í einhverjum erindagjörðum
maí - vefsíða Bókasafns VMA verður til
14. september - strikamerking bóka hafin
1997 september - ákveðið að safnið skuli aldrei vera opið án eftirlits. Nú er safninu lokað klukkan 20 á kvöldin en var áður opið á meðan e-r var í skólanum.
Bókasafnið stækkar um eina kennslustofu, M01. Þar eru 10 tölvur og prentari. Gamla tölvustofan tekin undir bókageymslu. Settar upp tvær internettölvur og ein margmiðlunartölva við afgreiðsluna.
október - keyptur útlánaþáttur frá Mikromark til að tölvuvæða útlánin
1996 mars - sá ömurlegi atburður gerist að margmiðlunartölvunni er stolið og hefur ekki til hennar spurst síðan
október - "Skýrsla um málefni bókasafna á Akureyri" kemur út. Unnin af samstarfshópi bókavarða
28. nóvember - stofnun "Hollvinafélags bókasafnsins"
1995 vor - margmiðlunartölva sett upp fyrir nemendur
haust - einnig ein internettölva
30. ágúst - samskráraðild að Gegni og byrjað að skrá erlendan ritauka þar
1994 sumardaginn fyrsta - allar bækur safnsins tölvuskráðar
haust - M02 gerð að lesstofu.  Var áður kennslustofa, við hliðina á bókasafninu
nóvember - tekin upp kvittanabók á skrifstofu bókavarða og hér eftir fá nemendur ekki lánaðar orðabækur né kennslubækur nema að kvitta fyrir.
1993 vor - bókasafnið tengist Íslenska menntanetinu
1990 5. janúar - starfsmönnum fjölgar um 50% og eru nú 1 1/2
14. mars - trésmíðanemar VMA koma með lesborðin, sem þeir hafa nýlokið við að smíða. Líklegt þykir að lesborðin séu þau allra bestu sem smíðuð hafa verið
21. september - CD Rom keypt, tengt og tækniorðabókin skoðuð
21. nóvember -  Mikromark skráningarkerfið keypt
1989 8. september - byrjað að flytja bókakassa úr litlu kennslustofunni á nýja bókasafnið
6. október - nýju innréttingarnar bornar inn á safn
1988 haust - fyrsti hópurinn tekinn í kennslu í safnnotkun
1988 vor - bókasafnið tengist neti skólans
1987 haust - bókasafnið stofnað
bókasafnsfræðingur ráðinn
fyrsta tölvan keypt
Getum við bætt efni síðunnar?