Jafnlaunastefna
Verkmenntaskólinn á Akureyri fylgir eigin stefnu í jafnréttismálum, mannauðsstefnu og íslenskum lögum (nr 150/2020) sem varða jafnréttismál. Jafnlaunakerfi stofnunarinnar miðar að því að standast allar þær kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Verkmenntaskólinn á Akureyri greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem störf útheimta um menntun, þekkingu, hæfni og ábyrgð.
Markmið VMA er að vera eftirsóttur vinnustaður sem býr vel að starfsfólki og að ekki mælist kynbundinn launamunur hærri en 3%.
Til þess að ná því markmiði mun skólinn:
- Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og nær það til allra starfsmanna, það sé skjalfest og því viðhaldið.
- Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum úrbótum og eftirliti.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem varða stofnuna á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög.
- Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum. Stefna skal jafnframt vera aðgengileg í skjalakerfi stofnunarinnar.
Skjöl sem tengjast jafnlaunavottun
HB-001 Handbók jafnlaunavottun
JVR-001 Ákvörðun launa og umbunar, jafnlaunaviðmið og jafnlaunagreining
JVR-002 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
JVR-003 Samskipti
JVR-004 Frábrigði, úrbætur og forvarnir
JVR-005 Innri úttekt
JVR-006 Stýring skjala og skráa
JVR-007 Þjálfun vegna jafnlaunakerfis
JÁI-001 Áætlun innri úttekt
JLÖ-001 Lög sem tengjast jafnlaunakerfinu
JÞJ-001 Eyðublað þjálfun jafnlaunakerfis