Mannslíkaminn í hönnun og listum - Teikning 2 LIST2MT05
Nemandinn lærir undirstöðuatriði í módel- og tísku- og karakterteikningu. Með margskonar efnum og aðferðum þjálfar hann sig í að yfirfæra þrívíð formmannslíkama og klæðnaðará tvívíðan teikniflöt. Hann teiknar og mótar eftir lifandi fyrirmynd, beinagrind og tvívíðum myndum en einnig samkvæmt ímyndum sínum. Nemandinn rannsakar á agaðan hátt byggingu og mótun forma mannslíkama og tískugína með áherslu á jafnvægi, hlutföll og hreyfingu en beitir einnig frjálsri teikningu þar sem leikur, túlkun og tjáning er í forgrunni. Hann þjálfar sig í aðferðum til að meta stærðir, stefnu, hlutföll og afstöðu mismunandi líkamshlutaog raða saman í heildarmynd. Hann gerir fjölbreyttar tilraunir í hugmynda og skissuvinnu og þróarverk sín í átt að persónulegri túlkun og stílfæringu áfatnaði og karakterum. Nemandinn skoðar dæmi úr myndlist og hönnun þar sem mannslíkaminn, tíska og karaktersköpun er viðfangsefnið. Nemandinn ígrundar og ræðir um verk sín og vinnuferli í samvinnu við kennara og aðra nemendur og setur eign verk fram til kynningar á skýran hátt.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- jafnvægi, hlutföllum, hreyfingu og formmótun mannslíkama og tískugína í samhljómi við beina og vöðvabyggingu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja sjónræna rannsókn á umhverfi við hreyfingu handar og yfirfæra það sem hann sér á tvívíðan teikniflöt
- teikna og móta eftir lifandi fyrirmynd bæði á agaðan og rannsakandi hátt og frjálst og hratt
- móta form mannslíkamans í samhljómi við beina- og vöðvabyggingu
- teikna módel og tískugínur í jafnvægi og réttum hlutföllum í mismunandi stöðum
- beita hjálparaðferðum til að meta stærðir, stefnu, hlutföll, jafnvægi og afstöðu mismunandi líkamshluta
- teikna mismunandi áferð og efniseiginleika í klæðnaði og flatar vinnuteikningar í tískuhönnun
- teikna út frá ímyndunarafli og þróa hugmyndir sínar með rannsóknar og skissuvinnu
- beita margvíslegum efnum og aðferðum í teikningu
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þróa eigin hugmyndir og stíl í módel-, tísku- og karakterteikningu á sjálfstæðan hátt með rannsóknar og skissuvinnu
- nýta verk listamanna og hönnuða sem hafa unnið með mannslíkama, tísku og karaktersköpun sem innblástur fyrir eigin verk
- ígrunda verk sín og vinnuferli í samræðum við aðra nemendur og kennara og setja eign verk fram til kynningar á skýran hátt