Fara í efni

Matreiðsla

Brautarlýsing

Matreiðslumaður matreiðir og útbýr rétti til framreiðslu. Hann er hæfur til að beita öllum höfuðmatreiðsluaðferðum, jafnt í sígildri sem nútíma matargerð. Hann tekur tillit til óska viðskiptavina og aðlagar matreiðslu sína að neysluþörfum markhópa og einstaklinga. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni, s.s. á hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum og farþegaskipum og þar sem matreiðsla er þjónustuþáttur við aðra starfsemi eins og í mötuneytum, á fraktskipum og á heilbrigðisstofnunum. Hann vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleikja og afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Matreiðsla er löggilt iðngrein.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.

Námið

Texti

 

Annarplan

Greinar

1.önn

2.önn

3.önn

   
Enska ENSK2LS05          
Stærðfræði   STÆF2TE05        
Íslenska ÍSLE2HS05          
Heilsa HEIL1HH04          
Lífsleikni LÍFS1SN02          
Innra eftirlit  IEMÖ1GÆ02          
Örverufræði ÖRVR2HR02          
Verklegt þjálfun VFFM1BK10          
Næringarfræði   LÍFF2NÆ05        
Aðferðafræði   AÐFE2IB05        
Eftirréttir     EFRÉ3IB05      
Fagfræði   FFM2IB03 FFMF4IB05      
Vínfræði     VÍNM1MV03      
Hráefnisfræði   HRFM2IB05        
Kalda eldhús   KALD1IB03        
Verkleg matreiðsla   VMAT2IB12 VMHE3IB08-VMKA3IB08      
Skyndihjálp SKYN2EÁ01          
Hreyfing   HREYFING        
Starfsþjálfun       200 ein.    
Samtals 31 39 24 294    

 

Getum við bætt efni síðunnar?