Matreiðsla
Brautarlýsing
Matreiðslumaður matreiðir og útbýr rétti til framreiðslu. Hann er hæfur til að beita öllum höfuðmatreiðsluaðferðum, jafnt í sígildri sem nútíma matargerð. Hann tekur tillit til óska viðskiptavina og aðlagar matreiðslu sína að neysluþörfum markhópa og einstaklinga. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni, s.s. á hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum og farþegaskipum og þar sem matreiðsla er þjónustuþáttur við aðra starfsemi eins og í mötuneytum, á fraktskipum og á heilbrigðisstofnunum. Hann vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleikja og afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Matreiðsla er löggilt iðngrein.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.
Námið
Texti
Annarplan
Greinar |
1.önn |
2.önn |
3.önn |
|
||
Enska | ENSK2LS05 | |||||
Stærðfræði | STÆF2TE05 | |||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | |||||
Heilsa | HEIL1HH04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | |||||
Innra eftirlit | IEMÖ1GÆ02 | |||||
Örverufræði | ÖRVR2HR02 | |||||
Verklegt þjálfun | VFFM1BK10 | |||||
Næringarfræði | LÍFF2NÆ05 | |||||
Aðferðafræði | AÐFE2IB05 | |||||
Eftirréttir | EFRÉ3IB05 | |||||
Fagfræði | FFM2IB03 | FFMF4IB05 | ||||
Vínfræði | VÍNM1MV03 | |||||
Hráefnisfræði | HRFM2IB05 | |||||
Kalda eldhús | KALD1IB03 | |||||
Verkleg matreiðsla | VMAT2IB12 | VMHE3IB08-VMKA3IB08 | ||||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | |||||
Hreyfing | HREYFING | |||||
Starfsþjálfun | 200 ein. | |||||
Samtals | 31 | 39 | 24 | 294 |