Fara í efni

HEIM2SS05 - Siðfræði

gagnrýnin hugsun, réttlæti og ranglæti, siðferði og siðfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Nemendur kynnast helstu kenningum siðfræðinnar. Fjallað verður um undirstöður siðferðis og löggjafar, um meint algildi þeirra eða afstæði og tilkomu ríkis og siðgæðis. Fjallað verður um hugtök eins og ábyrgð, sök, löggengi, iðrun, böl og siðleysi og leitast við að svara fjölbreytilegum spurningum og rædd viðhorf t.d. um hvort refsa eigi brotamönnum eða „lækna“ þá, hvort ofdrykkja sé sjúkdómur eða löstur, fóstureyðingar og líknardráp. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • sögu siðfræðinnar, helstu hugtökum og löggjöf
  • eigin hugmyndum og skoðunum á ýmsum siðferðislegum málefnum
  • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar

Leikniviðmið

  • beita gagnrýninni hugsun á eigin hugmyndir og skoðanir sem og annarra
  • beita heimspekilegri nálgun á einfalda texta um siðferðileg málefni
  • taka þátt í heimspekilegri rökræðu
  • tengja siðfræði við eigin reynslu og veruleika
  • hugsa sjálfstætt um siðferðileg álitamál með gagnrýnum hætti

Hæfnisviðmið

  • tileinka sér nýja þekkingu á markvissan hátt
  • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
  • vinna sjálfstætt og í hóp
  • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti og rökstyðja
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?