ÍÞSN3ÍE03(AV) - Starfsnám í íþróttum 2
aðstoð við þjálfun eldri barna, æfingaáætlun, íþróttakennsla
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞSN3ÍY03
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞSN3ÍY03
Áfanganum er ætlað að kynna nemandanum þjálfun barna á aldrinum 10-15 ára. Nemandinn skipuleggur og sér um æfingar/hreyfingu hjá grunnskólabörnum á þessum aldri undir handleiðslu kennara. Nemendur vinna saman í litlum hópum, heimsækja grunnskólana og eru með kennslu þar. Farið er en frekar yfir hlutverk íþróttaþjálfara sem fyrirmynd barna og unglinga og hvernig skuli leiðbeina börnum og unglingum varðandi tækniatriði ýmissa íþróttagreina. Nemandinn nýtir sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér jákvæð og uppbyggileg samskipti við æfingahópa sína.
Þekkingarviðmið
- kennslu og þjálfun barna og unglinga á aldrinum 10-15 ára
- helstu forsendum áætlanagerðar í íþróttum
- hlutverki íþróttaþjálfara sem fyrirmynd barna og unglinga
- helstu reglum þeirra greina sem kenndar eru
Leikniviðmið
- leiðbeina börnum og unglingum í tækniatriðum ýmissa íþróttagreina
- kynna nýja leiki og æfingar fyrir æfingahóp barna og unglinga
- hafa jákvæð og örvandi samskipti við æfingahópa sína
Hæfnisviðmið
- kenna börnum og unglingum ýmsa leiki og grunnæfingar í íþróttum
- halda uppi góðum aga og virkni í sínum æfingahópi
- nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar sinna æfingahópa í samráði við íþróttakennara/þjálfara