Fara í efni

BURÐ3BK03(AV) - Burðarvirki og klæðningar timburhúsa

burðarvirki, einangrun timburhúsa, klæðningar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: TRÉS2PH10 og TRÉS2NT04
Nemandinn kynnist grunnatriðum í byggingaeðlisfræði svo sem kröfum til bygginga, innri og ytri kröftum burðarvirkis og mismunandi álagi á byggingahluta. Fjallað er um ýmsa almenna þætti hita-, hljóð- og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur í byggingahlutum. Nemandinn lærir um loftræstar útveggjaklæðningar og mismunandi einangrunarkröfur byggingahluta. Fjallað er um eiginleika einstakra grindar- og klæðningaefna, gerð og þéttleika festinga, einangrun og afréttingu vegggrinda. Kennslan er fyrst og fremst bókleg þar sem lögð er áhersla á að tengja saman fræðilega umfjöllun, einstakar útfærslur og vinnubrögð með heimsóknum, sýnikennslu og eftir atvikum smærri verkefnum.

Þekkingarviðmið

  • burðarvirki timburhúsa
  • margskonar álagi sem byggingar verða fyrir
  • klæðningum veggja og þaka
  • mikilvægi loftræstingu byggingarhluta
  • einangrun byggingarhluta
  • rakavarnarlagi og mikilvægi þess
  • varmaleiðni byggingarefna
  • hljóðvist byggingarhluta

Leikniviðmið

  • velja efni í burðarvirki timburhúsa samkvæmt styrktarflokkum
  • velja klæðningarefni með tilliti til mismunandi aðstæðna og húsagerða
  • velja smíðafestingar samkvæmt verklýsingu
  • vinna með einangrun og rakavörn

Hæfnisviðmið

  • smíða burðarvirki timburhúsa
  • klæða útveggi, gólf og þök
  • einangra byggingahluta
  • fjalla um mismunandi gerðir timburklæðninga
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?