Heimsókn til Cluj-Napoca - InnoVET
05.09.2018
Í lok maí fóru Hildur Friðriksdóttir og Ómar Kristinsdóttir sem fulltrúar VMA á fund í tengslum við Erasmus samstarfsverkefnið InnoVET. Fundurinn var haldinn í Cluj-Napoca sem er þriðja stærsta borg Rúmeníu.
Þetta var fjórði fundur verkefnisins en þátttakendur eiga eftir að hittast þrisvar sinnum í viðbót áður en verkefninu lýkur formlega vorið 2019. Heimsókninni var ætlað að kynna samstarfsaðilum fyrir þeim áskorunum sem íbúar hinnu dreifðu byggðar í nágrenni Cluj-Napoca standa frammi fyrir í atvinnulegu tilliti.
Dagskrá heimsóknarinnar var svohljóðandi:
- Farið var í heimsókn í Raluca Ripna sem er starfsnámsskóli með áherslu á matvælaiðnað
- Búnaðarháskólinn í Cluj-Napoca var heimsóttur en þar var farið yfir það með hvað hætti námsframboð skólans stuðlar að því að styrkja búsetu í dreifðum byggðum
- Í búnaðarháskólanum var okkur einnig boðið á matarhátíð nemenda þar sem þeir kynntu eigið frumkvöðlastarf og nýsköpun í mat.
- Farið var í heimsókn til stofnanda DaVincze Tour sem er með starfsemi í Sîncraiu sem er þorp í útjaðri Cluj-Napoca. Eigandinn sagði þar frá uppbyggingu starfsemi sinnar sem byggir á ferðaþjónustu.
- Ferðast var til þorpsins Dezmir en þar heimsóttum við svokallað "şezătoare" eða “kvöldsamsæti” sem er staður þar sem konur söfnuðust áður fyrr saman til þess að sauma, deila kunnáttu og hafa félagsskap hver af annarri. Í dag er þessi staður rekinn sem handverkstæði þar sem almenningur getur komið til þess að framleiða handverk sem hefur skírskotun í ungverska hefð, en íbúarnir á þessu svæði eru flestir af ungverskum uppruna.