Heimsókn frá EUC Lillebælt Frederica
Dagana 23. - 24. apríl fékk VMA heimsókn frá danska iðn- og tækniskólanum EUC Lillebælt í Frederica. Hingað komu tveir nemendur af málmiðngreinadeild og tveir nemendur og einn kennari af byggingadeild skólans. Fyrri daginn fengu þeir leiðsögn um VMA og kíktu svo í heimsókn inn á málmiðngreinadeild og byggingadeild skólans. Seinni daginn tóku þeir Malte og Anders þátt í tímum með nemendum VMA inni á málmiðngreinadeild og Simon og Mike tóku þátt í tímum með nemendum af byggingadeild. Eftir dvöl þeirra hér í VMA tekur við tveggja vikna vinnustaðanám hjá fyrirtækjum hér í bæ. Málmiðngreinanemarnir fara í vinnustaðaþjálfun hjá fyrirtækinu Hamar en byggingagreinanemarnir fara í þjálfun hjá fyrirtækinu ÁK smíði. Heimsóknin þeirra er hluti af Erasmus+ sem veitir styrki til náms- og þjálfunarverkefna í starfsmenntun víðs vegar um Evrópu.